Vanhanen ræðir við leiðtoga annarra flokka í dag

Matti Vanhanen kemur út í kjörklefanum í gær.
Matti Vanhanen kemur út í kjörklefanum í gær. Reuters

Matti Vanhanen, leiðtogi Miðflokksins í Finnlandi, mun í dag ræða við þá Jyrki Katainen, leiðtoga Hægriflokksins, og Eero Heinäluoma, leiðtoga Jafnaðarmannaflokksins, um stjórnarmyndun.

Hægrimenn unnu stórsigur í kosningunum og eru nú næst stærsti flokkurinn á eftir Miðflokknum. Búast margir við því, að Vanhanen reyni að mynda stjórn með þeim og hugsanlega Græningjum en á síðasta kjörtímabili var við völd stjórn Miðflokksins, jafnaðarmanna og Sænska þjóðarflokksins.

mbl.is