Flóð valda miklu tjóni í Víetnam

Sautján hafa látið lífið og sex er saknað eftir mikil flóð í miðhluta Víetnam í kjölfar fellibylsins Lekima. Unnið er að því að koma björgunarmönnum til þeirra svæða sem verst hafa orðið úti í náttúruhamförunum en það hefur gengið illa vegna vatnsveðurs. Níu létu lífið er Lekima gekk yfir Filippseyjar um síðustu helgi. Lekima er nú yfir Laos en mjög dró úr vindhraða hans í gær.

mbl.is