Kona fundin sek um að stela barni úr móðurkviði

Kviðdómur í Kansas í Bandaríkjunum komst að þeirri niðurstöðu að 39 ára gömul koma væri sek um að hafa myrt aðra konu sem var ófrísk og skorið hana á hol til að ná barninu sem hún síðan lét sem hún ætti sjálf. Lisa Montgomery var sökuð um mannrán sem leiddi til manndráps í desember 2004.

Montgomery komst inn á heimili hinnar ófrísku konu undir því yfirskyni að hún vildi kaupa af henni hvolp.

Ungbarnið sem er stúlka lifði ránið af og er samkvæmt Reuters fréttastofunni í umsjá föður síns.

mbl.is

Bloggað um fréttina