Bin Laden hótar Evrópu

Osama bin Laden, leiðtogi hryðjuverkasamtakanna al-Qaeda birti í kvöld ávarp á netinu og ávarpaði hina vísu menn Evrópusambandsins. Í ávarpinu fordæmdi bin Laden birtingu skopmynda af Múhameð spámanni og sagði að viðbrögð múslima yrðu hörð.

Ávarpið, sem birtist á vef herskárra samtaka, sem áður hafa birt ávörp frá leiðtogum al-Qaeda. Með birtist merki al-Sahab, fjölmiðlaarms samtakanna og ljósmynd af bin Laden með AK-47 riffil. Boðað hafði verið að bin Laden myndi senda frá sér ávarp í tilefni af því að fimm ár eru liðin frá innrásinni í Írak.

Röddin, sem les ávarpið, lýsir árásum Evrópubúa á konur og börn en sagði að þær fölnuðu í samanburði við það þegar menn færu offari í vantrú sinni og birtu móðgandi teikningar. „Það er hin mesta ógæfa og það hættulegasta," segir röddin, sem talin er vera rödd bin Ladens.

Hann segir síðan, að myndirnar séu þáttur í hinni nýju krossferð gegn íslam, þar sem páfinn hafi leikið stórt hlutverk. Sagði hann Evrópumenn geta verið vissa um að þessa yrði hefnt grimmilega.

Ávarpið er fimm mínútna langt og með enskum skýringartextum. Þetta er fyrsta ávarp bin Ladens á þessu ári en síðast sendi hann frá sér klukkustundarlangt ávarp 27. desember þar sem hann varaði súnní-araba við að berjast gegn al-Qaeda í Írak. Þá boðaði hann árásir á Ísrael.

Mynd af Osama bin Laden frá 1998.
Mynd af Osama bin Laden frá 1998. AP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Girðingarnet
Eigum til gott og ódýrt 6 strengja girðingarnet. Tilvalið fyrir sumahúsið. ww...
Rafhitari fyrir gólfhitakerfi
Til sölu Rafhitari fyrir gólfhitakerfi, 12kw 5ltr rafhitari. Til upphitunar íbúð...
Sumarbústaðalóðir til sölu í Vaðnesi
Til sölu fallegar sumarhúsalóðir með aðgangi að heitu og köldu vatni í vinsælu s...
 
Hafnarvörður
Skrifstofustörf
????????????? ???????????? ??? ??????? ...
Skattadagurinn
Fundir - mannfagnaðir
SKATTADAGUR FLE Ráðstefna um skattam...
Aðalfundur isnic 2018
Fundir - mannfagnaðir
Aðalfundur ISNIC 2018 Aðalfundur Inter...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...