Ein lengsta brú í heimi opnuð í Kína

Reuters

Ein lengsta brú í heimi var vígð í Kína í gær. Hún er 36 km löng og tengir borgirnar Jiaxing, sem er skammt frá Shanghai, við hafnarborgina Ningbo. Segja kínverskir ríkisfjölmiðlar að með brúnni opnist ný og mikilvæg leið til Shanghai.

Styttir brúin leiðina frá Shanghai til Ningbo um 120 kílómetra. Á brúnni er sex akreinar, en lagning hennar hófst fyrir fimm árum. Segir fréttastofan Xinhua að þetta sé „lengsta brú í heimi yfir sjó.“

Hún er þó lítið eitt styttri en Pontchartrain-brúin í Bandaríkjunum, sem sögð er sú lengsta í heimi, 38,4 km.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert