Líkamsleifar úr fyrri heimstyrjöld finnast í Frakklandi

Franskir fornleifafræðingar við uppgröft í Fromelles.
Franskir fornleifafræðingar við uppgröft í Fromelles. AP

Fornleifafræðingar í Frakklandi, sem unnið hafa að uppgrefti ætlaðra fjöldagrafa breskra og ástralskra hermanna úr fyrri heimstyrjöldinni, hafa fundið líkamsleifar, þar á meðal hluta úr handlegg.  Sérfræðingar telja að allt að 400 hermenn hafi verið grafnir á svæðinu í Fromelles í norð-austur Frakklandi í júlí 1916, að því er fram kemur á fréttavef BBC.

Hermennirnir féllu í bardaga í Fromelles, sem var ætlað að beina athygli Þjóðverja frá Somme bardaganum, er geisaði um 80 kílómetrum sunnar.  Vegna lélegs skipulags mistókst sendiför Breta og Ástrala í Fromelles, og létu 1500 breskir hermenn lífið og 5000 ástralskir hermenn létust eða særðust í átökunum.

Fornleifafræðingar leita að beinum, vopnum, og efnisbútum úr búningum hermannanna.  Leifar hafa fundist í fimm af átta gröfum sem eru til rannsóknar.  Sagnfræðingurinn Peter Barton, segist vonast til þess að hægt verði að ákvarða þjóðerni þeirra sem voru grafnir á svæðinu. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert