Obama: „Við erum reiðubúin að leiða á ný“

Barack Obama sver embættiseiðinn. Michelle eiginkona hans og dætur þeirra …
Barack Obama sver embættiseiðinn. Michelle eiginkona hans og dætur þeirra standa hjá. Reuters

Barack Obama, forseti Bandaríkjanna, segir að Bandaríkin séu reiðubúin að vera leiðandi afl í heiminum á nýjan leik. Þetta sagði hann eftir að hafa svarið embættiseið sem 44. forseti Bandaríkjanna.

„Þið skuluð hafa það hugfast að Bandaríkin eru vinur allra þjóða, allra karla, kvenna og barna sem hafa frið og mannvirðingu að leiðarljósi, og við erum reiðubúin að leiða á ný,“ sagði Obama.

„Áskoranirnar framundan eru raunverulegar. Þær eru alvarlegar og margar. Þær verða hvorki auðveldar viðfangs né afgreiddar með skjótum hætti. En Bandaríkjamenn, þið skuluð hafa það hugfast að þeim verður mætt af alvöru,“ sagði Obama.

Obama segir að nú sé runninn upp tími ábyrgðar. Allir Bandaríkjamenn verði að viðurkenna að þeir hafi skyldum að gegna gagnvart sjálfum sér, þjóðinni og umheiminum. Skyldur sem Bandaríkjanmenn eigi að vera reiðbúnir að axla fúslega.

Obama hét því jafnframt að Bandaríkin muni beita valdi af skynsemi.

Þá sagði hann að hryðjuverkamenn í heiminum muni lúta í lægra haldi fyrir Bandaríkjunum. 


mbl.is

Bloggað um fréttina