Nýfrjálshyggjan hefur brugðist

Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu.
Kevin Rudd, forsætisráðherra Ástralíu. Reuters

Nýfrjálshyggjutilraun síðustu þriggja áratuga eða svo hefur brugðist að mati Kevins Rudds, forsætisráðherra Ástralíu, sem kallar eftir nýrri umgjörð um fjármálamarkaðina í heiminum.

Rudd kennir græðgi fjármálamanna um hvernig umhorfs er í efnahagsmálum heimsins.

„Sú stund er runnin upp [...] að lýsa megi því yfir að hin mikla tilraun nýfrjálshyggjunnar á síðustu 30 árum hafi mistekist, að keisarinn sé nakinn og án fata,“ sagði Rudd í 7.000 orða óbirtri ritgerð í tímaritinu Monthly.

„Nýfrjálshyggjan og sú bókstafstrú hins frjálsa markaðar sem hún hefur alið af sér hefur verið afhjúpuð sem lítið meira en græðgi einstaklinga íklædd efnahagslegri hugmyndafræði.“

Kveðst Rudd sammála Barack Obama Bandaríkjaforseta í afstöðunni til efnahagsmála og vísar hann meðal annars til embættistíðar Franklins D. Roosevelts í ákalli eftir nýjum pólitískum sáttmála þar sem horfið sé frá öfgum, jafnt til vinstri sem hægri.

Vill forsætisráðherrann sjá virkt ríkisvald þar sem regluverk umhverfis fjármálamarkaði og inngrip í þá komi í veg fyrir þá stöðu sem nú sé uppi. 

Hins vegar megi ekki kæfa eintakaframtakið og kosti þess með afturhvarfi til ríkisvalds sem sjái alfarið um þegnanna. Því þurfi að hlúa að frjálsri samkeppni á opnum mörkuðum. 

Búist er við að Rudd muni á næstu dögum kynna annan efnahagspakka stjórnar sinnar, nú þegar Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn ráðgerir að ástralska hagkerfið dragist saman um 0,2 prósent í ár, meðal annars vegna mun meiri samdráttar í Asíu en búist var við.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

Bækur um ættfræði byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
hef til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu og byggð...
SAMUK lyftarar (uk) rafmagns og diesel
Kynnum á frábæru verði SAMUK lyftara bæði rafmagns og Diesel , gas . Stærðir 1,...
 
L helgafell 6018011719 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...
Framboðslisti
Fundir - mannfagnaðir
Framboðslisti Sjál...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa frá kl. 9,...