Varar við vígbúnaðarkapphlaupi

Robert Gates, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (fyrir miðju), með Yasukazu Hamada, varnarmálaráðherra ...
Robert Gates, utanríkisráðherra Bandaríkjanna (fyrir miðju), með Yasukazu Hamada, varnarmálaráðherra Japans (t.v.), og Lee Sang-he, varnarmálaráðherra S-Kóreu. Reuters

Robert Gates, varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, segir að stjórn Baracks Obama forseta geti ekki sætt sig við að Norður-Kórea eigi kjarnavopn og hann varar við því að það geti leitt til vígbúnaðarkapphlaups í Asíu.

Gates sagði þetta eftir fund með varnarmálaráðherrum grannríkja Norður-Kóreu í Singapore. „Markmið okkar er alger og sannanleg kjarnorkuafvopnun á Kóreuskaga og við sættum okkur ekki við Norður-Kóreu sem kjarnorkuveldi,“ sagði Gates.

Mikil spenna hefur verið á Kóreuskaga eftir að kommúnistastjórnin í Norður-Kóreu sprengdi kjarnorkusprengju í tilraunaskyni á mánudaginn var. Fjölmiðlar í Suður-Kóreu hafa eftir heimildarmönnum í leyniþjónustu landsins að Norður-Kóreumenn hafi sett langdræga eldflaug í lest og hyggist koma flauginni fyrir á skotpalli.

Heimildarmennirnir segja að það taki yfirleitt tvo mánuði að koma stórri eldflaug fyrir á skotpalli en þó sé hægt að gera það á tveimur vikum. „Norður-Kóreumenn gætu því skotið eldflauginni um miðjan júnímánuð,“ hafði suður-kóreska fréttastofan Yonhap eftir embættismanni í leyniþjónustunni.

Talið er að eldflaugin sé af gerðinni Taepodong-2, sem Norður-Kóreumenn gætu skotið á Alaska.

mbl.is
www.flutningur.is 5753000 sendibilastöð
Sendibílaþjónusta. Kranabíll. Pianoflutningar. Gámaflutningar og gámaleiga. Kri...
Infrarauðir Hitalampar fyrir allskyns verki 300w
Stórkostleg jákvæð áhrif á gikt, eykur virkni ýmissa ensíma sem bæta blóðrás og ...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...