Brjóti niður múra öfgahyggju

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna.
Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna. Reuters

Hillary Clinton, utanríkisráðherra Bandaríkjanna, hvatti í dag Bandaríkin og ríki Evrópu til að taka höndum saman við að brjóta niður múra „trúarofstækis“ í ræðu sem hún flutti í Berlín í tilefni þess að nú eru 20 ár liðin frá falli múrsins. „Sögu okkar lauk ekki með falli múrsins,“ sagði hún.

Túlka má þessi orð sem tilvísun í fræga bók Francis Fukuyama, The End of History, þar sem framrás frjáls markaðar var boðuð í kjölfar falls Sovétríkjanna.

„Og við þurfum að mynda enn sterkara bandalag til að brjóta niður múra 21. aldarinnar og til að mæta þeim sem fela sig bak við þá: sjálfsmorðsárásarmennina, þá sem myrða og limlesta stúlkur sem óska þess eins að fá að fara í skóla,“ sagði utanríkisráðherrann. 

Viðstaddir voru ýmsir stjórnmálamenn og erindrekar sem voru áberandi á vettvangi stjórnmálanna þegar múrinn féll.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert