Íhugar að leyfa genabreyttan lax

Lax
Lax mbl.is/Einar Falur

Embættismenn Matvæla- og lyfjaeftirlits Bandaríkjanna hófu í gær tveggja daga fund um hvort heimila ætti sölu á genabreyttum laxi.

Fyrirtæki í Massachusetts óskaði eftir heimild til að setja genabreyttan lax á markað. Laxinn vex tvisvar sinnum hraðar en villtur lax, að sögn fréttastofunnar AP.

Matvæla- og lyfjaeftirlitið sagði í skýrslu fyrir fundahöldin að rannsóknir bentu til þess að óhætt væri að borða genabreytta laxinn. Líffræðilegi munurinn á honum og villtum laxi væri óverulegur.

Bandarísk neytendasamtök hafa þó lagst gegn því að genabreytti laxinn verði leyfður og segja að ekki hafi verið rannsakað til hlítar hvort óhætt sé að borða slíkan lax, t.a.m. hvort hann geti valdið ofnæmi.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert