AGS vill að ESB fái meiri völd

Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS).
Dominique Strauss-Kahn, framkvæmdastjóri Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS). Reuters

Aðildarríki Evrópusambandsins þurfa að framselja meira af fullveldi sínu til sambandsins en þau hafa þegar gert að mati Alþjóðagjaldeyrissjóðsins (AGS) í því augnamiði að forðast frekari efnahagskrísur í framtíðinni. Þetta kom fram í ræðu sem framkvæmdastjóri AGS, Dominique Strauss-Kahn, flutti í Frankfurt. Frá þessu er greint á vef breska dagblaðsins Daily Telegraph í dag.

„Hjól samvinnunnar hreyfast of hægt. Miðstjórnin verður taka frumkvæðið á öllum sviðum sem skipta máli við að uppfylla sameiginleg örlög sambandsins, einkum í viðskiptalegri, efnahagslegri og félagslegri stefnumótun. Ríki verða að vera reiðubúin að framselja meira vald til miðstjórnarinnar,“ sagði Strauss-Kahn.

Lagði hann áherslu á að ESB færði ábyrgðina á aga í efnahagsmálum og endurbætur á stjórnsýslu innan sambandsins til sérstakrar stofnunar sem væri sjálfstæð gagnvart áhrifum aðildarríkjanna.

mbl.is
Varstu í bústað, ólykt eftir vetur, viltu eyða
Varstu í bústaðnum, var ólykt / fúkkalykt eftir veturinn, viltu eyða, hér er lau...
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakr - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar ...
Sultukrukkur,minibarflöskur ...
Til sölu...Ca 100 gler krukkur.til sölu. Frekar litlar. Einnig ca 200 smáflösku...
Tæki fyrir traktorinn
Við erum með jarðtætara, hagasláttuvélar, kurlara og allt mögulegt fyrir traktor...