Bresk tengsl sprengjumanns rannsökuð

Frá miðborg Stokkhólms í dag þar sem sjálfsvígsárásarmaðurinn lét lífið ...
Frá miðborg Stokkhólms í dag þar sem sjálfsvígsárásarmaðurinn lét lífið í gær. Reuters
Breska öryggislögreglan rannsakar nú tengsl mannsins sem sprengdi sjálfan sig í loft upp í Stokkhólmi í Svíþjóð í gær við Bretland. Breska blaðið The Guardian greinir frá því að árásarmaðurinn hafi heitið Taimour Abdulwahab al-Abdaly, og að hann hafi fæðst í Írak en verið sænskur ríkisborgari.

Fram kemur í blaðinu að hann hafi sprengt sprengju í bifreið í miðborginni áður en hann hafi sprengt sjálfan sig í loft upp í miðborg Stokkhólms. Hann var sá eini sem lést. Tveir særðust hins vegar en áverkar þeirra eru ekki sagðir vera alvarlegir.

Þá segir á vef The Guardian að hann hafi útskrifast með BSc próf í íþróttafræði frá háskólanum í Bedforskíri árið 2004 og að hann hafi dvalið í Luton. Blaðið hefur upplýsingarnar eftir hátt settum breskum embættismönnum.

Vísað er til þess sem kemur fram í sænska dagblaðinu Dagens Nyheter að maðurinn hafi ferðast til Bretlands og Jórdaníu áður en hann lét til skarar skríða í Stokkhólmi.

Þá segir að Abdaly, sem var 29 ára gamall, hafi gefið Luton upp sem heimilisfang sitt á íslamskri stefnumótasíðu. Þar hafi hann verið að leita sér að nýrri eiginkonu og kemur fram að hann greint frá því á síðunni að hann hafi kynnst fyrstu eiginkonu sinni í Bedfordskíri.

Bifreið mannsins var aftur á móti skráð í Svíþjóð og þá snerust hótanir sem komu fram í tölvupósti sem var sendur öryggislögreglunni og fjölmiðlum í Svíþjóð um sænsk málefni. M.a. var vísað til Svíans Lars Vilke sem teiknaði skopmynd af Múhameð spámanni í hundslíki árið 2007 og veru sænska hersins í Afganistan.

Þá segir í frétt The Guardian að aðeins ein af nokkrum sprengjum sem Abdaly hafi verið búinn að festa við sig hafi sprungið, en hann lést í kjölfarið.

Fredrik Reinfeldt, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur fordæmt árásina. Hann hefur hins vegar hvatt menn til að sýna stillingu og segir að ekki sé búið að sýna fram á tengsl á milli tölvupóstsins og sprengjuárásanna. Unnið sé að rannsókn málsins og á meðan hún sé í gangi eigi menn að fara varlega í að draga ályktanir.

The Guardian hefur eftir heimildarmönnum sínum innan bresku öryggislögreglunnar og leyniþjónustunnar að Abdaly hafi verið einn af fjölmörgum einstaklingum sem hafi dvalið um tíma í Bretlandi og orðið fyrir áhrifum af hugmyndafræði al-Qaeda hryðjuverkasamtakanna.

Heimildarmennirnir segja að ekkert bendi til þess að al-Qaeda leiðtogi hafi stjórnað aðgerðum Abdaly. Líklegt þyki að hann hafi skipulagt árásina sjálfur.

Þá segja heimildarmennirnir að sú staðreynd að árásin í gær hafi mistekist gefi til kynna að al-Qaeda geti ekki veitt liðsmönnum sínum almennilega þjálfun.

Hryðjuverkasérfræðingar telja að al-Qaeda og bandamenn þeirra muni leggja áherslu á árásir sem þessar. Þannig í stað þaulskipulagðra og flókinna aðgerða líkt og árásirnar á Bandaríkin þann 11. september 2001 voru sé áhersla lögð á einn mann sem geri óvænt árás þegar tækifæri gefst.

Lögreglumenn verða mjög sýnilegir í borginni á næstunni.
Lögreglumenn verða mjög sýnilegir í borginni á næstunni. Reuters
Lögregluyfirvöld fóru yfir stöðuna með blaðamönnum í morgun.
Lögregluyfirvöld fóru yfir stöðuna með blaðamönnum í morgun. Reuters
Fredrik Reinfeld, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur hvatt menn til að sýna ...
Fredrik Reinfeld, forsætisráðherra Svíþjóðar, hefur hvatt menn til að sýna stillingu og draga ekki óþarfa ályktanir. Reuters
Slökkviliðsmaður slekkur eld í bifreiðinni sem sprakk í Stokkhólmi í ...
Slökkviliðsmaður slekkur eld í bifreiðinni sem sprakk í Stokkhólmi í gær. Reuters
mbl.is
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
GEYMSLUHÚSNÆÐI - BÍLSKÚR
TIL LEIGU TÆPLEGA 30 FM. BÍLSKÚR / GEYMSLUHÚSNÆÐI VIÐ MÓHELLU Í HF. LOKAÐ VAKTAÐ...
Hornborð til sölu ódýrt.
Hornborð 65x65 cm. Hæð 45 cm. Vel með farið kr. 900.- Er í Garðabæ s: 8691204...
4949 skart hálfesti og armband
Er með nokkrar hálsfestar og armbönd úr 4949 línunni til sölu hægt að skoða inná...