ESB íhugar plastpokabann

Margir kaupa plastpoka undir varninginn þegar matarinnkaup eru gerð í …
Margir kaupa plastpoka undir varninginn þegar matarinnkaup eru gerð í stað þess að taka fjölnota poka með í búðina. Vitundin um vistvæna lifnaðarhætti hefur aukist undanfarin ár þótt enn sé langt í land í þeim efnum. Mbl.is/Guðmundur Rúnar Guðmundsson

Hver Evrópubúi notar að meðaltali 500 plastpoka á ári. Þetta veldur því að mörg tonn af plasti fljóta um í Miðjarðarhafinu og valda þar mikilli mengun. Til að stemma stigu við þessu íhugar framkvæmdastjórn Evrópusambandsins nú að banna plastpoka í verslunum, eða leggja á þá mengunarskatt.

Árið 2008 voru 3,4 milljón tonn af plastpokum framleidd í Evrópu. Það nemur þyngt tveggja milljóna bíla. Pokarnir enda yfirleitt úti í sjó, þar sem það tekur þá mörg hundruð ár að eyðast, að sögn framkvæmdastjórn ESB. Um 250 milljarðar plasteininga, sem vega samtals 500 tonn, fljóta nú um Miðjarðarhafið og ógna lífríkinu í sjónum.

Í sumum Evrópulöndum eru plastpokar bannaðir í verslunum, en engar heildstæðar reglur hafa verið settar um dreifingu þeirra og notkun í Evrópusambandinu. Nú  er til skoðunar að banna þá og jafnframt að auka aðgengi að umhverfisvænum umbúðum sem brotna auðveldlega niður í náttúrunni.

„Fyrir 50 árum voru einnota plastpokar nánast óþekkt fyrirbæri, en í dag notum við þá í nokkrar mínútum og hendum þeim svo. Þannig mengum við umhverfi okkar áratugum saman," er haft eftir Janez Potocnik, fulltrúa umhverfismála hjá ESB.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert