Gagarín-gervihnöttur í geimnum

Búist er við að alþjóðlega geimstöðin verði fullgerð árið 2012.
Búist er við að alþjóðlega geimstöðin verði fullgerð árið 2012. Reuter

Tveir rússneskir geimfarar fóru í dag í sex klukkutíma geimgöngu frá alþjóðlegu geimstöðinni og skutu á loft litlum gervihnetti til heiðurs fyrsta manninum, sem fór út í geim, Júrí Gagarín.

Geimferðastofnun Rússlands tilkynnti í dag að allt hefði gengið að óskum í geimgöngunni og gervihnöttur Gagaríns ferðaðist nú um geiminn.

Rússar hafa nú farið í 35 geimgöngur síðan smíði alþjóðlegu geimstöðvarinnar hófst árið 1998.

Síðan Bandaríkjamenn lögðu geimferðaáætlun sinni nú fyrir skemmstu eru rússneskar eldflaugar eina tengingin við alþjóðlegu geimstöðina.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert