Vilja evrópska herstjórn

Catherine Ashton utanríkismálastjóri ESB.
Catherine Ashton utanríkismálastjóri ESB. Reuters

Fimm af stærstu ríkjum Evrópusambandsins (ESB) hafa falið Catherine Ashton, utanríkismálastjóra ESB, að hefja undirbúning að stofnun sameiginlegrar herstjórnar ESB, þrátt fyrir andstöðu Breta.

Þetta kemur fram á fréttavefnum Euobserver. Utanríkisráðherrar Frakklands, Þýskalands, Ítalíu, Póllands og Spánar, rituðu Ashton bréf þessa efnis 2. september s.l.

Þar er henni falið að kanna allar stofnanalegar og lagalegar leiðir sem aðildarríkjum standa til boða, þar á meðal „varanlega uppbyggt samstarf“ til að setja á fót sameiginlega öryggis- og varnarmálastefnu. Óskað var eftir því að niðurstaðan lægi fyrir snemma í haust svo áþreifanlegur árangur næðist fyrir árslok.

„Varanlega uppbyggt samstarf“ er valkostur í ESB-sáttmálanum sem leyfir níu eða fleiri aðildarríkjum sambandsins að halda áfram með ESB-verkefni án þátttöku hinna aðildarríkjanna.

Talið er að herstjórnarmiðstöð vegna hernaðaraðgerða ESB, án þátttöku allra aðildarríkja, verði stórt skref í átt til þess sem hefur verið kallað „fjölhraða Evrópa“.  Þó er talið líklegt að væntanleg áform um sameiginlega efnahagsstjórn evruríkjanna 17 kunni að draga athyglina frá hugmyndum um herstjórnarmiðstöðina.

mbl.is
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
Löggildur Rafverktaki
Löggildur Rafverktaki getur tekið af sér auka verkefni. Upplýsingar í síma 6635...
 
Samkoma
Félagsstarf
Fjáröflunarsamkoma Kristniboðsfélags k...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9 og g...
L edda 6018032019 ii
Félagsstarf
? EDDA 6018032019 II Mynd af auglýsi...
Framhald
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...