Skuldar 2.000 milljarða evra

Evrur
Evrur Reuters

Skuldir hins opinbera í Þýskalandi námu í lok september yfir 80% af vergri landsframleiðslu ársins 2010, en það er langt yfir 60% hámarkinu sem Evrópusambandið setur á aðildarríki sín.

Þetta kemur fram í bráðabirgðatölum sem þýska hagstofan sendi frá sér í dag.

Skuldirnar námu 2,028 billjónum evra þegar teknar eru saman skuldir þýska alríkisins, einstakra sambandslanda og sveitarfélaga innan þeirra. [Ath. að billjón er hér notuð í skilningnum „þúsund milljarðar“, hið sama og „trillion“ á ensku, innsk. blm.]. Verg landsframleiðsla Þýskalands í fyrra var hins vegar um 2,5 billjónir evra.

Þetta þýðir að skuldir hins opinbera í Þýskalandi jukust um 0,5% eða 10,4 milljarða evra frá lokum annars ársfjórðungs til loka þriðja ársfjórðungs á þessu ári.

Bróðurhlutinn, eða ein billjón og 289 milljarðar evra, voru skuldir alríkisins. Sambandslöndin skulduðu samanlagt 610 milljarða evra og sveitarfélögin 129 milljarða.

Engu að síður er skuldahlutfall Þýskalands skárra en margra annarra evruríkja. Til dæmis eru opinberar skuldir á Ítalíu 120% af vergri landsframleiðslu og á evrusvæðinu í heild eru þær 85% af vergri árlegri framleiðslu þess.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Meistarar - Eignaskiptayfirlýsingar
Byggingaverktakar - Byggingastjórn - Húsasmíðameistari - Eignaskiptayfirlýsingar...
Rafknúinn lyftihægindastól
Til sölu rafknúinn lyftihægindastól frá Eirberg kostar nýr 124 þ Upplýsingar au...
Súper sól
Súper sól...
Kolaportið sjávarmegin-plötuportið.
Mikið úrval af ýmsum gömlum plötum Low, Pinups, Diamond Dogs, Aladin Sane, o.f...