Nauðsynlegt að koma særðum á brott

Claude Gueant
Claude Gueant Reuters

Innanríkisráðherra Frakklands, Claude Gueant, segir að það sé mjög mikilvægt að koma franska blaðamanninum, Edith Bouvier, frá sýrlensku borginni Homs en hún særðist alvarlega í árás í borginni í síðustu viku.

Gueant segir að vegna heilsu hennar sé þetta nauðsynlegt þar sem sú læknishjálp sem hún þurfi á að halda sé ekki til staðar í Homs.

Alþjóða Rauði krossinn ræddi í gær við stjórnvöld í Sýrlandi og uppreisnarmenn um að fá að flytja slasaða frá Homs. Stóðu viðræðurnar yfir í tólf tíma í gær en meðal annars var rætt um að flytja Bouvier og breska ljósmyndarann, Paul Conroy, á brott og eins lík tveggja vestrænna fréttamanna sem fórust í sömu árás og Conroy og Bouvier særðust í. Viðræðurnar voru árangurslausar.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert