Sigruðu Everest fyrir 60 árum

Sextíu ár eru í dag frá því Nýsjálendingurinn Edmund Hillary og Sérpinn Tenzing Norgay urðu fyrstir manna til að klífa tind Everest,  hæsta fjalls í heiminum.

Það sem af er maí mánuði hafa um 500 manns náð þessum áfanga í ár en maímánuður þykir sá besti til þess að klífa Everest. Þar á meðal eru tveir Íslendingar, þeir Ingólfur Geir Gissurarson og Leifur Örn Svavarsson. Leifur Örn er fyrsti Íslendingurinn sem klifið hefur tind Everest norðanmegin í fjallinu en sú leið er mun fáfarnari og erfiðari en sú sem venjulega er farin. Alls hafa því sex Íslendingar staðið á toppi Everest.

Á sama tíma og ferðaþjónusta tengd Everest er mikilvæg fyrir íbúa Nepal er barnabarn Tenzing, Tashi Tenzing, 49 ára, á því að gæta verði að því að vernda þurfi Himmalaya fyrir ágangi ferðamanna.

Everest er 8.848 metra hátt og nefnt eftir breska landmælingamanninum Sir George Everest (1790-1866). Gerðar höfðu verið átta tilraunir til að klífa tindinn þegar þeim Hillary og Tenzing tókst það loks fyrir sextíu árum. Þeir voru aðeins í fimmtán mínútur á tindinum vegna skorts á súrefni. Flestir Everest-farar nota súrefniskúta en tveir göngugarpar, Reinhold Messner og Peter Habeler, urðu fyrstir til að klífa tindinn án súrefnisbirgða í maí 1978.

Til þess að fagna sextíu ára afmælinu mun sonur Hillarys, Peter, og sonur Norgays, Jamling, taka þátt í athöfn í Lundúnum ásamt Elísabetu Englandsdrottningu. Eins verður afmælinu fagnað með hreinsunarátaki á Everest og í Katmandu munu margir þeirra sem hafa klifið Everest taka þátt í hátíðarkvöldverði.

mbl.is
Jarðaberjaplöntur til sölu.
Nokrar plöntur til sölu,er í Garðabæ, 5stk á 1000kr. uppl: 8691204 ....
Stólar á pallinn
Erum að smíða stóla og borð í sumarbústaðinn eða á pallinn skoðið heimasíðuna...
óska eftir vinnu
tvær þýskar stelpur um 25 ára, óska eftir vinnu við sauðfjárbú, hesta eða ferðaþ...
Til sölu Benz A180 sjálfskiptur árg 2013 eins og nýr ek. 20þús.
Til sölu er Benz A180 bensín og sjálfskiptur, með bakkmyndavél, ekinn aðeins 20....