Hvar er Snowden?

Uppljóstrarinn Edward Snowden virðist gufaður upp af yfirborði jarðar en hann kom ekki til flugs sem hann átti pantað til Kúbu fyrr í dag. Rússneska fréttastofan Interfax sem hefur sterk tengsl við leyniþjónustuna í Rússlandi sagði frá því að góðar líkur séu á því að Snowden hafi þegar yfirgefið landið „í annarri flugvél.“

Snowden kom til Rússlands í gær í flugi frá Hong Kong en eins og fram hefur komið hefur hann formlega sótt um pólitískt hæli í Ekvador. Bandarísks stjórnvöld hafa ógilt vegabréf Snowden til þess að reyna að hefta för hans.

Julian Assange stofnandi Wikileaks sagði fyrr í dag að Snowden væri á öruggum stað en vildi ekki tilgreina nánar hvar hann væri. Frá Hvíta húsinu hafa þau skilaboð borist til rússneskra stjórnvalda að samskipti þjóðanna gætu borið skaða neiti þau að framselja Snowden til Bandaríkjanna.  Þá var haft eftir Barrack Obama að leitað væri allra leiða innan ramma laganna til þess að hafa hendur í hári uppljóstrarans.

Samkvæmt rússneskum embættismönnum dvaldi Snowden í flughóteli í Moskvu í nótt. Hundruð blaðamanna og ljósmyndara biðu Snowden þegar hann átti að mæta í flug til Havana á Kúbu en fyrrum CIA maðurinn lét ekki sjá sig. Enn dularfyllri er sú staðreynd að Snowden hefur hvergi sést á flugvellinum í Moskvu þrátt fyrir vökul augu fréttamanna.

Edward Snowden flýr nú langan arm bandaríska réttarkerfisins.
Edward Snowden flýr nú langan arm bandaríska réttarkerfisins. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert