Rússar fengið „ný sönnunargögn“

Uppreisnarmenn í Sýrlandi.
Uppreisnarmenn í Sýrlandi. AFP

Sýrlensk stjórnvöld hafa látið Rússa fá gögn sem gefa í skyn að uppreisnarmenn hafi staðið að baki efnavopnaárásinni í nágrenni Damaskus 21. ágúst, ekki stjórnarherinn. Þetta sagði aðstoðarutanríkisráðherra Rússa eftir fund með sýrlenskum stjórnvöldum í Damaskus.

Ráðherrann, Sergei Ryabkov, segir að sýrlensk stjórnvöld segi að gögnin sem Rússar fengu tengi uppreisnarmennina við árásina. 

Ryabkov segir einnig að Rússar hafi orðið fyrir vonbrigðum með skýrslu Sameinuðu þjóðanna um efnavopnaárásina. Skýrslan væri einhliða og efnið í hana valið sérstaklega. Hann segir að án heildarmyndarinnar geti Rússar ekki dregið aðra ályktun en þá að niðurstaða skýrslunnar sé einhliða og hlutdræg.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert