12 látnir í óveðri í Japan

Tólf eru látnir og 1.650 hafa meiðst í óveðri sem gekk yfir Japan um helgina. Algjört umferðaröngþveiti ríkti í borgun landsins.

Rúmlega tvö þúsund manns urðu að yfirgefa heimili sín vegna ótta við að hús þeirra þyldu ekki snjóþyngslin. 800 bílar sitja fastir á þjóðvegum landsins vegna ófærðar en 27 cm jafnfallinn snjór er víða.

Aflýsa þurfti um 100 flugferðum á föstudag og laugardag og einhverjum lestarferðum var aflýst.

mbl.is