Fleiri vilja vera áfram í ESB

mbl.is

Fleiri Bretar vilja að Bretland verði áfram aðili að Evrópusambandinu en vilja yfirgefa sambandið samkvæmt niðurstöðum nýrrar skoðanakönnunar sem fyrirtækið YouGov framkvæmdi fyrir breska götublaðið Sun.

Samkvæmt könnuninni eru nú 44% Breta hlynnt verunni í Evrópusambandinu en 36% henni andvíg. Þetta mun vera mesta fylgi við áframhaldandi veru í smabandinu frá því í september 2010.

mbl.is