Boris Nemtsov skotinn til bana

Rússneski stjórnmálamaðurinn Boris Nemtsov hefur verið skotinn til bana í Moskvu. Þessu greinir fréttastofa BBC frá.

Nemtsov er sagður hafa verið skotinn fjórum sinnum þar sem hann var á gangi nálægt Kreml og Rauða Torginu.

Nokkrir menn munu hafa stigið út úr bíl og skotið Nemtsov. Samstarfsmaður Nemtsov mun hafa staðfest að hann sé látinn en mikið af lögreglumönnum er á Zamoskvoretskiy brúnni þar sem sagt er að Nemtsov hafi verið skotinn.

Nemtsov var aðstoðar-forsætisráðherra Rússlands þegar Boris Yeltsín var forseti landsins. Þegar Pútin tók við völdum gerðist Nemtsov leiðtogi stjórnarandstöðunnar og harður gagnrýnismaður forsetans. Sætti hann meðal annars fangelsi fyrir að taka þátt í mótmælum árið 2011 þar sem aukins skoðanafrelsis var krafist.

Kirkja heilags Basils er drungalegur bakgrunnur þar sem lík Nemtsov ...
Kirkja heilags Basils er drungalegur bakgrunnur þar sem lík Nemtsov liggur, vafið í plast. AFP
Boris Nemtsov ræðir við fréttamenn á mótmælum árið 2012.
Boris Nemtsov ræðir við fréttamenn á mótmælum árið 2012. AFP
mbl.is
Til leigu
3 herbergja íbúð með bílskúr í 110 Reykjavík. Langtímaleiga. Verð 245 þús. Gæ...
Sumar í Biskupstungum...
Eigum laust sumarhús frá 10. ágúst, 2-3 dagar í senn.. Falleg hús með heitum pot...
Lok á heita potta og hitaveituskeljar
Lok á heita potta og hitaveituskeljar. Stærðir í cm: 200x200, 210x210, 220x220, ...
TIL LEIGU VIÐ ÁRMÚLA
TIL LEIGU ÁRMÚLI gott 125 m2 iðnaðar-húsnæði við Ármúla, fín lofthæð, rúmgóð mal...