Holly Holm sló út Rondu Rousey

Holly Holm lendir sparkinu sem tryggði henni titilinn í 135 ...
Holly Holm lendir sparkinu sem tryggði henni titilinn í 135 punda flokki kvenna í UFC. AFP

Holly Holm stöðvaði í nótt óslitna sigurgöngu Rondu Rousey í titilbardaga í 135 punda þyngdarflokki kvenna í UFC. Ronda Rousey hefur hingað til valtað yfir flesta sína andstæðinga en Holm, sem er fyrrverandi sparkboxari og sjálf ósigruð í UFC, rotaði hana í annarri lotu.

Holm vann fyrstu lotu bardagans með yfirburðum yfir Rousey standandi í búrinu en Rousey er sterkust á gólfinu, með ólympíubakgrunn í júdó. Í annarri lotu hitti Holm Rousey undir kjálkann með vinstri fæti sem lá nærri hreinu rothöggi og eftir nokkur högg á gólfinu stöðvaði dómarinn bardagann.

Holly Holm (hvítu) í búrinu með Rondu Rousey í nótt.
Holly Holm (hvítu) í búrinu með Rondu Rousey í nótt. AFP

Hinn nýbakaði meistari sagði í hringnum eftir sigurinn, í Melbourne í Ástralíu, að hún hafi notið svo mikils stuðnings fyrir bardagann að hún hefði ekki getað ímyndað sér annað en að sigra. „Það þurfti mikið blóð, svita og tár en það var svo sannarlega þess virði. Ég er enn að reyna að innbyrða þetta, þetta er sturlað.“ Holm sagði það hafa verið fyrirfram ákveðið að hún vildi ekki sparka í líkama Rousey og leyfa henni þannig að grípa í fót sinn og koma sér niður á gólfið.

Rousey var talin yfirþyrmandi sigurstrangleg í bardaganum og var Holm almennt talin of reynslulítil í blönduðum bardagalistum til þess að eiga roð í meistarann. Þó var það talið ganga gegn Rousey hversu dreifð athygli hennar er. Hún er orðin gríðarlega fræg vestanhafs, og víðar, og algeng sjón í kvikmyndahúsum, sjónvörpum og blaðaforsíðum. Svo mjög hefur frægðarsól hennar risið að flestir sem fylgjast vel með íþróttinni hafa talið það tímaspursmál hvenær hún héldi á grænni grund í Hollywood.
Holly Holm (hvítu) lendir höggi Rousey.
Holly Holm (hvítu) lendir höggi Rousey. AFP
Holly Holm í sigurvímu með beltið í gær.
Holly Holm í sigurvímu með beltið í gær. AFP
Ronda Rousey tjáði sig ekki eftir bardagann. Hún var flutt ...
Ronda Rousey tjáði sig ekki eftir bardagann. Hún var flutt á spítala með heilahristing og sprungna vör. AFP
AFP
AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina

Höfuðverkur, endalaus þreyta, svefnleysi
Er með til leigu OZONE lofthreinsitæki ( margir kalla þetta JÓNAR tæki ). Eyði...
HARMONIKKUHURÐIR SPARA MIKIÐ PLÁSS
Margar viðartegundir og litir, smíðað eftir máli. Verð frá kr. 13.900,- Sími 61...
Bækur um ættfræði, byggðasögu og ýmsan fróðleik til sölu
Til sölu nokkur grundavallarrit ættfræðinnar ásamt ritum um atvinnu- og byggðasö...