Hóta árás í New York

AFP

Mikill viðbúnaður er hjá lögreglunni í New York borg en hryðjuverkasamtökin Ríki íslams (Daesh) hafa sent frá sér myndskeið þar sem þau hóta árás í miðborginni.

Borgarstjórinn í New York, Bill de Blasio, hvetur borgarbúa til þess að hræðast ekki og halda sig fast við daglegt líf.

„Íbúar New York verða ekki kúgaðir. Við vitum að það er markmið hryðjuverkamanna að vekja skelfingu og ógna lýðræðislegu samfélagi. Við munum ekki láta undan óskum þeirra,“ sagði de Blasio við fréttamenn á Times Square í gærkvöldi.

Hann segir að það blasi engin ákveðin og áreiðanleg ógn við borginni og það sé mikilvægt að borgarbúar haldi áfram sínu daglega lífi.

Borgarstjórinn segir að lögreglan sé þrátt fyrir það með sérstakan viðbúnað og vakthafandi lögreglumönnum hafi verið fjölgað og þeir séu um 35 þúsund talsins. 

Lögreglustjórinn í New York, Bill Bratton, segir að ekkert nýtt sé að finna í myndskeiðinu. Heldur sé þetta safn eldri myndskeiða og að einn hluti þess sé síðan í ágúst og beindist þá gegn Þýskalandi. Annar hluti er frá því í október og beindist gegn Ísraels. Aðeins 19 sekúndur af fimm og hálfri mínútu tengist New York. Hins vegar geri New York búar sér alltaf grein fyrir því að þeir geti verið skotmark hryðjuverkamanna en engin ástæða sé til þess að óttast sérstaklega núna. 

AFP
AFP
AFP
mbl.is
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Einstakt verslunarhúsnæði í miðbænum
Um það vil 70 fermetra verslunarhúsnæði á besta stað í miðbæ Reykjavíkur, neðst ...
Sumarhús- Gestahús- Breytingar
Sumarhús - Gestahús - Breytingar ? Framleiðum stórglæsileg sumarhús í ýmsum stær...
Harðviður til húsbygginga
Harðviður til húsabygginga Sjá nánar á www.vidur.is Vatnsklæðning, panill, palla...