Danir segja nei

Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra á kjörstað í dag.
Lars Løkke Rasmussen forsætisráðherra á kjörstað í dag. AFP

Samkvæmt útönguspá sem hefur verið birt á vef danska ríkisútvarpsins, þá hafa Danir hafnað í þjóðaratkvæðagreiðslu að falla frá undanþágu sinni frá þátttöku í samstarfi ríkja Evrópusambandsins á sviði lögreglu- og dómsmála sem þeir fengu fyrir rúmum tveimur áratugum síðan eftir að hafa hafnað Maastricht-sáttmála sambandsins.

Samkvæmt útgönguspánni hafa 53,3% sagt nei en 46,7% sagt já.

Lars Lokke Rasmussen, forsætisráðherra Danmerkur, hefur hvatt kjósendur til þess að samþykkja að undanþágan verði gefin eftir enda snúist það um að veita lögreglunni og stjórnvöldum betri vopn í baráttunni gegn glæpum. „Ef við horfum til Parísar sjáum við að við verðum að vinna saman,“ sagði hann við blaðamenn í dag samkvæmt frétt AFP.

Kjósa um nánari tengsl við ESB

mbl.is

Bloggað um fréttina

Vatnshitarar fyrir sumarhús.
Ýmsar gerðir af vatnshiturum 3300w til 24000w fyrir sumarhús, þessi búnaður er f...
Innheimmta
Jessenius Faculty of Medicine í Martin Slóvakíu Inntökupróf verður haldið 9. ágú...
Ýmislegt til bókbandsvinnu
Til sölu eru ýmsir hlutir til bókbandsvinnu, pressur, saumastól m.m. Áhugasamir...
UHD skjáir ( 4k )
Upplýsingar gefur Ólafur hjá Varmás ehf. sími 566 8144 ...