Stjörnur og stjórnmálamenn við útförina

Hollywood-stjörnur og fyrirmenni fyrr og nú í bandarískum stjórnmálum söfnuðust saman í dag til að minnast fyrrum forsetafrúarinnar Nancy Reagan þegar útför hennar fór fram.

Reagan lést á sunnudag vegna hjartabilunar, 94 ára að aldri, tólf árum eftir að eiginmaður hennar og fyrrverandi Bandaríkjaforseti Ronald Reagan lést árið 2004.

Fulltrúar forsetafjölskyldna allt aftur til Kennedy-tímabilsins voru viðstaddir útförina, en fremst í flokki voru þær Michelle Obama og Hillary Clinton auk forsetans fyrrverandi George W. Bush.

James Baker, sem var starfsmannastjóri Hvíta hússins undir Reagan og Bush eldri, sagði í ræðu sinni að án Nancy hefði Ronald Reagan aldrei getið orðið forseti og hvað þá náð jafn miklum árangri sem slíkur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert