Áströlsk kona rekin af ströndinni

Það er heimilt að vera í bikíní en ekki búrkíní …
Það er heimilt að vera í bikíní en ekki búrkíní á ströndinni. AFP

Áströlsk kona, sem er íslamstrúar, var neydd til þess að yfirgefa strönd í bæ á frönsku riveríunni þar sem hún var klædd í búrkíní-sundfatnað. Fjallað er um málið í áströlskum fjölmiðlum í dag. Zeynab Alshelh, 23 ára læknanemi, segist hafa farið til Evrópu til þess að sýna múslímum þar samstöðu. Einkum og sér í lagi konum sem hefur verið meinað að klæðast búrkíni-baðfatnaði þrátt fyrir að æðsti dómstóll Frakklands hafi úrskurðað bannið ólöglegt. 

Myndskeið sýna þar sem bæjarbúar hóta Alshelh öllu illu ef hún yfirgefi ekki ströndina. Alshelh fjölskyldu sinni til Evrópu til þess að sjá hvernig ástandið þar væri og hvort eitthvað væri hægt að gera til þess að aðstoða stúlkur sem eru íslamtrúar. Stúlkur sem aðeins vilji lifa eðlilegu lífi.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert