Vilja til Bandaríkjanna áður en Trump tekur við

Hælisleitendur frá Haítí, sem ætla að óska eftir hæli í ...
Hælisleitendur frá Haítí, sem ætla að óska eftir hæli í Bandaríkjunum, bíða þess að vera fluttir í komast í skýli fyrir flóttamenn í mexíkósku landamæraborginni Tijuana. AFP

Ríki Mið-Ameríku hafa varað við því að stórir hópar fólks hafi yfirgefið fátækt og ofbeldi á heimaslóðum sínum eftir að Donald Trump fór óvænt með sigur af hólmi í bandarísku forsetakosningunum fyrr í mánuðinum. Hafa óvenju margir gripið til þessa ráðs núna, í von um að komast yfir til Bandaríkjanna áður en Trump tekur við embætti.

Talið er að Trump hafi m.a. borið sigur af mótframbjóðanda sínum Hillary Clinton, vegna þess hve afdráttarlaus hann var í stefnu sinni gegn innflytjendum. Trump hótaði því að reka úr landi milljónir ólöglegra innflytjenda sem nú eru búsettir í Bandaríkjunum og að hann myndi reisa múr á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó.

Óttast afstöðu Trump í innflytjendamálum

Afdráttarlaus afstaða Trump hefur vakið óróa hjá mörgum íbúum fátækrahverfa í Mið-Ameríkuríkjum, sem og hjá samfélagi innflytjenda í mörgum borgum Bandaríkjanna. Virðast margir í kjölfarið hafa ákveðið að flýta áætlunum sínum um að flytja til Bandaríkjanna og freista þess að komast þangað fyrir 20. janúar þegar Trump sest á forsetastól.

Bandarísk yfirvöld hafa stöðvað í kringum 410.000 manns á landamærum Mexíkó á þessu fjárhagsári, sem er um það bil fjórðungur þess fjölda sem var stöðvaður árið á undan. Mikill meirihluti þeirra sem hefur verið vísað til baka hafa komið frá Gvatemala, El Salvador og Hondúras.

Frá því að Trump sigraði forsetakosningarnar hefur straumur fólks norðureftir hins vegar stóraukist og segja yfirvöld í ríkjum Mið-Ameríku þetta valda ákveðinni stíflu á landamærum Bandaríkjanna.

Veggurinn á lanamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í Arizona. Margir Mið-Ameríkubúar ...
Veggurinn á lanamærum Bandaríkjanna og Mexíkó í Arizona. Margir Mið-Ameríkubúar freista þess nú að komast yfir til Bandaríkjanna áður en Trump tekur við sem forseti. AFP

Skilja fólk eftir skuldum vafið

„Við erum áhyggjufull, af því að við höfum orðið var við aukinn fjölda fólks yfirgefa löndin. „Sléttuúlfar“ [innsk. sem smygla fólki] hafa jafnvel hvatt fólk til að fara af því að það verði að komast til Bandaríkjanna áður en Trump tekur við,“ hefur Reuters-fréttastofan eftir Maria Andrea Matamoros, aðstoðarutanríkisráðherra Hondúras.

Carlos Raul Morales, utanríkisráðherra Gvatemala, segir Gvatemalabúa einnig yfirgefa landið í stórum stíl áður en Trump verður forseti.

„Sléttuúlfarnir skilja fólkið eftir skuldum vafið og taka fasteignir þess eignanámi sem greiðslu fyrir ferðinni,“ sagði hann.

Bandaríska tolla- og landamæraeftirlitið greindi frá því í síðustu viku að opnuð hefði verið bráðabirgðaaðstaða til að hýsa um 500 manns á landamærum Texas og Mexíkó, eftir að vart varð við verulega aukningu fólks sem reyndi að komast ólöglega yfir landamærin.

„Verðum að taka áhættuna“

Fares Revolorio, kom frá Gvatemala að landamæraborginni Tijuana í Mexíkó ásamt eiginmanni og þremur börnum eftir vikulangt ferðalag með rútu. Hún var að bíða þess að komast til Bandaríkjanna þar sem hún vonaðist eftir að geta sótt um hæli, en bróðir eiginmanns hennar var drepinn fyrir tveimur mánuðum og glæpaklíkur á heimaslóðum höfðu ráðist á son hennar.

„Þeir segja okkur að nýja forsetanum sé illa við ólöglega innflytjendur, en við verðum að taka áhættuna,“ sagði Revolorio. „Enginn vill deyja á hryllilegan hátt og við getum ekki verið lengur í Gvatemala. Börnin mín vaxa úr grasi í ótta.“

Victoria Cordova, sem var send til baka frá Bandaríkjunum til Hondúras 2014, sagði sigur Trump vekja ótta hjá mörgum íbúum fátækrahverfisins í úthverfi höfuðborgarinnar Tegucigalpa. „Fólk er áhyggjufullt af því að margir eiga fjölskyldu í Bandaríkjunum og lifir af tekjunum sem þeir senda heim,“ sagði hún.

mbl.is

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herb
ÍBÚÐ TIL LEIGU Björt 110 m 2, 3- 4 herbergja íbúð í 101. Mikil lofthæð, tvennar ...
Teikning eftir Mugg til sölu
Teikning eftir Mugg til sölu, úr Sjöundi dagur í paradís, blýants og tússteiknin...
Renault Megane 2007
Renault Megane 20007 - ekinn um 96.000 km, vel við haldið, skoðaður 2017, næsta ...
 
Eldri borgarar
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, for...
Félagsstarf aldraðra
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...
Fundur
Fundir - mannfagnaðir
Fulltrúaráð sjálfstæðisfélaganna...
Uppboð
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...