Mega eiga von á frekari árásum

Robert Gates, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna.
Robert Gates, fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna. AFP

Fyrrverandi varnarmálaráðherra Bandaríkjanna, Robert Gates, varaði við því í dag að vestræn ríki mættu eiga von á frekari hryðjuverkum eins og árásinni sem gerð var í borginni Manchester í Bretlandi í gærkvöldi sem kostaði 22 manns lífið.

Gates, sem var varnarmálaráðherra í ríkisstjórnum Georges W. Bush og Baracks Obama, sagði að búast mætti við því að hryðjuverkasamtökin Ríki íslams legðu aukna áherslu á hryðjuverk á alþjóðavísu samhliða því sem þau misstu fótfestu í Sýrlandi og Írak.

Ráðherrann fyrrverandi lét ummælin falla á ráðstefnu í Washington, höfuðborg Bandaríkjanna. Benti hann á að þótt liðsmenn hryðjuverkasamtakanna hörfuðu í Sýrlandi og Írak þýddi það ekki að þeir hefðu misst sannfæringu sína um að ráðast yrði á „krossfarana“.

„Það þýðir einungis að þeir muni breyta um aðferðir,“ sagði Gates en tekist hefur að hrekja liðsmenn Ríkis íslams frá nær öllum helstu vígum þeirra í Sýrlandi og Írak. Búist er við að sókn gegn hryðjuverkasamtökunum í sýrlensku borginni Raqa hefjist á næstu mánuðum.

Gates segir að rétt eins og hryðjuverkasamtökin al-Kaída hefðu færst í aukana í kjölfar þess að fyrrverandi leiðtogi þeirra, Osama bin Laden, var drepinn árið 2011 ætti Ríki íslams eftir að verða bæði virkara og árásargjarnara gagnvart skotmörkum á Vesturlöndum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Frá Sýrlandi til Evrópu - Greinaflokkur

STURTUKERRUR _ STURTUKERRUR
Sturtukerrur, rafdrifnar, fjarstýring, sturta aftur og til beggja hliða, hæð sk...
PÚSTKERFI Á HAGSTÆÐU VERÐI
Eigum fyrirliggjandi PÚSTKERFI í flestar tegundir bifreiða. Einnig STÝRISLI...
Kvæði Bjarna Thorarensen 1847
Til sölu afar fágæt ljóðabók eftir Bjarna Thorarensen amtmann, Kvæði, prentuð í ...
Skápur og skúffueining lituð eik
Til sölu: Skápur 105x80x37cm kr 12.000 Skúffueining 72x46x43 kr 12.000 Uppl....
 
Breytt deiliskipulag arnarfelli
Fundir - mannfagnaðir
Auglýsing Breytt deiliskipulag að ...
Vantar þig trésmið
Iðnaðarmenn
Vantar þig trésmið? Úrræðagóður húsa...
Háseti
Sjávarútvegur
Háseti Vísir hf óskar eftir að...
Endurskoðun aðalskipulags
Tilkynningar
Endurskoðun aðalskipulags Akraness Alm...