Kona á þrítugsaldri ákærð fyrir barnsrán

Konan er ákærð fyrir barnsrán.
Konan er ákærð fyrir barnsrán. mbl.is/Kristinn Magnússon

Héraðssaksóknari hefur ákært konu á þrítugsaldri fyrir að hafa hvatt stúlku til að fara af heimili sínu, sótt hana á bíl og farið með hana í íbúð í Garðabæ og hvatt hana til áfengisneyslu í bílnum og í íbúðinni. Ákæran var þingfest fyrir Héraðsdómi Reykjaness í gær.

Meint brot eru talin varða við 193. gr. almennra hegningarlaga um barnsrán og 99. grein barnaverndarlaga sem kveður á um refsingu yfir þeim sem hvetur barn til lögbrota, lauslætis, áfengis- eða fíkniefnaneyslu eða leiði barnið með öðrum hætti á glapstigu.

RÚV greinir frá málinu og kemur fram í fréttinni að foreldrar stúlkunnar krefjist þess að konan greiði dóttur þeirra eina og hálfa milljón króna í miskabætur. 

mbl.is

Bloggað um fréttina

Viðeyjarbiblía 1841 til sölu
Til sölu Viðeyjarbiblía frá 1841, upplýsingar í síma 772-2990 eða á netfangið rz...
BÍLAKERRUR TIL AFGREIÐSLU SAMDÆGURS
Sterku HULCO fjölnotakerrurnar, myndir á bland.is og á Facebook = Magnus Elias /...
 
Útkeyrsla - lagermaður
Lager/útkeyrsla
Útkeyrsla/ Lagermaður óskast E...
Bækur til sölu
Til sölu
Bækur til sölu Menntamál 1.-42. árg. ...
Framhald uppboðs
Nauðungarsala
Uppboð Einnig birt á www.naudungarsolu...
Félagsstarf
Staður og stund
Aflagrandi 40 Opin vinnustofa kl. 9, jóg...