10 ára neitað um fóstureyðingu

10 ára gamalli stúlku sem var nauðgað af frænda sínum …
10 ára gamalli stúlku sem var nauðgað af frænda sínum hefur verið neitað um fóstureyðingu á þeim grundvelli að hún sé komin of langt á leið. AFP

Hæstiréttur Indlands hefur neitað tíu ára gamalli stúlku um fóstureyðingu eftir að frændi hennar nauðgaði henni. Ákvörðunin var tekin á þeim grundvelli að stúlkan væri komin of langt á leið. 

Hópur lækna var fenginn til þess að meta hvort öruggt væri fyrir stúlkuna að fara í fóstureyðingu. Var niðurstaða læknanna að það væri „of áhættusamt“ að fara í slíka aðgerð þar sem hún er komin 32 vikur á leið.

Upp komst að stúlkan væri ólétt þegar foreldrar hennar fóru með hana til læknis eftir að hún kvartaði undan magaverk. Þetta kemur fram í frétt BBC

Verði stúlkan neydd til þess að fæða barnið gæti það ógnað bæði lífi hennar og barnsins að sögn lækna. Hafa dómararnir beðið um að tryggt verði að hún fái viðeigandi læknisaðstoð á meðgöngunni.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert