Saksóknari vill gefa út handtökuskipun

AFP

Spænskir saksóknarar hafa óskað eftir því að gefin verið út evrópsk handtökuskipun á hendur Carles Puigdemont, fyrrverandi forseta héraðsstjórnar Katalóníu, og fjórum fyrrverandi ráðherrum héraðsstjórnarinnar, eftir að þeir mættu ekki fyrir dómstól á Spáni í morgun þar sem vitnaleiðslur áttu að fara fram.

Puigdemont er staddur í Brussel í Belgíu, ásamt ráðherrunum, og hefur gefið út að hann snúi ekki til baka til Spánar fyrr en spænsk yfirvöld gefi honum tryggingu fyrir réttlátri málsmeðferð.

Níu af fjórtán fyrrverandi meðlimum héraðsstjórnarinnar mættu fyrir dómstól á Spáni í morgun, þar sem vitnaleiðslur áttu að fara fram, en saksóknarar í Madríd hafa farið fram á fangelsisvist yfir átta af fyrrverandi meðlimum stjórnarinnar. Þeir hafa verið ákærðir fyrir upp­reisn, upp­reisn­ar­áróður og trúnaðar­brot og geta þeir átt yfir höfði sér 15-20 ára dóm, hver um sig.

Rétt­ar­höld­un­um hef­ur verið frestað til 9. nóv­em­ber.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert