Vilja fangelsa fyrrverandi ráðherra Katalóníu

Mótmælt er í Barcelona á meðan vitnaleiðslur yfir fyrrverandi ráðherrum …
Mótmælt er í Barcelona á meðan vitnaleiðslur yfir fyrrverandi ráðherrum héraðsstjórnar Katalóníu fara fram í Madrid. AFP

Saksóknarar í Madríd hafa farið fram á fangelsisvist yfir átta fyrrverandi ráðherrum héraðsstjórnarinnar í Katalóníu á meðan frekari rannsókn stendur yfir á þeirri atburðarás sem hefur átt sér stað síðastliðinn mánuð frá því að þjóðaratkvæðagreiðsla um sjálfstæði Katalóníu frá Spáni fór fram. 

Níu af fjórtán fyrrverandi meðlimum héraðsstjórnar Katalóníu mættu fyrir dómstól á Spáni í morgun þar sem til stóð að vitnaleiðslur færu fram. Leiðtogi Katalóníu, Carles Puigdemont, er ekki þar á meðal.

Frétt mbl.is: Puigdemont mætti ekki fyrir dómara

Saksóknarar fara fram á að níundi ráðherrann verði látinn laus en þurfi að greiða tryggingu.

Réttarhöldunum hefur verið frestað til 9. nóvember, að því er fram kemur í til­kynn­ingu frá Hæsta­rétti Spán­ar. Þá munu þeir ráðherr­ar sem mæta fyr­ir dóm þurfa að svara til saka fyr­ir ákæru um upp­reisn, upp­reisn­ar­áróður og trúnaðar­brot og geta þeir átt yfir höfði sér 15-20 ára dóm, hver um sig.

Yfirvöld á Spáni geta gefið út alþjóðlega handtökuskipun á hendur Puidgemont og þeim fjórum ráðherrum sem mættu ekki fyrir dóm í morgun. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert