Belgradbúar ósáttir með jólatréð

Íbúar Belgrad, höfuðborgar Serbíu, eru margir hverjir ósáttir með risastórt jólatré í miðbænum sem kostaði um 10 milljónir króna. Upplýst var um kostnaðinn við tréð í vikunni og hafa bæði íbúar og stjórnarandstæðingar gagnrýnt og hæðst að því sem þeir segja eitt dýrasta jólatré heims.

Tréð er 18 metra hátt og skreytt með 200 rauðum kúlum og öðru jólaskrauti. Það stendur við aðalstræti miðborgar Belgrad.

Nikola Jovanovic í Fólksflokknum sagði við fjölmiðla að kostnaðurinn við tréð væri aðeins toppurinn á ísjakanum þegar kæmi að hneyksli í útgjöldum borgarinnar. Sagði hún jafnframt að tréð væri misnotkun á almannafé.

Sinisa Mali, borgarstjóri Belgrad og náinn bandamaður forseta landsins, Aleksandar Vucic, vildi upphaflega þegar málið kom upp ekki tjá sig við fjölmiðla, en sagði síðar að hann ætlaði að draga samkomulag um kaupin á trénu til baka, en samningurinn var undirritaður þremur dögum eftir að tréð var sett upp.

Þá sagði Mali að hann væri mjög undrandi á upphæðinni og að borgaryfirvöld hefðu ekkert að fela. 

Hefur félagið sem setti upp tréð þegar samþykkt að rifta samningnum.

mbl.is

Bloggað um fréttina

HRINGSTIGAR _ HRINGSTIGAR
Hringstigar, úti sem inni. Þvermál 120, 130, 140, 150, 160, 170 cm og sérsmíði í...
Skápur til sölu.
Furuskápur hæð,2.m breidd 0,71meter. 6000.kr. uppl.8691204....
Múrari
Múrari: Lögg. múrarameistari getur bætt við sig verkefnum, múrverk, flísalagnir,...
Bókalind - antikbókabúð
Höfum á boðstólnum fjölbreytta flóru af bókum. Við erum með t.d. orðabækur, matr...