Stjórnvöld virði réttindi mótmælenda

Hér ganga stuðningsmenn stjórnvalda í Íran um götur í borginni …
Hér ganga stuðningsmenn stjórnvalda í Íran um götur í borginni Zanjan. AFP

Stjórnvöld í Kanada hvetja írönsk stjórnvöld til að virða réttindi mótmælenda. 21 hefur fallið í mótmælunum síðustu daga og hundruð manna hafa verið handtekin. 

Í yfirlýsingu frá kanadíska utanríkisráðuneytinu segir að íranska þjóðin hafi rétt til að mótmæla með friðsömum hætti. „Við hvetjum írönsk stjórnvöld til að virða lýðræðið og mannréttindi.“

Írönsk stjórnvöld hafa sakað stjórnvöld í Bandaríkjunum, Bretlandi og Sádi-Arabíu um að ýta undir mótmælin.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert