Brexit án samnings þýðir mikinn samdrátt

Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands.
Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands. AFP

Ef Bretar yfirgefa Evrópusambandið án samnings þá mun það leiða til 8,5% samdráttar í skosku hagkerfi, segir Nicola Sturgeon, fyrsti ráðherra Skotlands. Hún kynnti í dag nýja skýrslu með efnahagslegum áhrifum Brexit á Skotland.

Hún segir að ekkert sé í boði sem jafnist á við veru í Evrópusambandinu. Hún segir að í skýrslunni sé farið yfir það hvernig hægt sé að lágmarka skaðann af útgöngu Bretlands.

Samkvæmt greiningunni verður samdrátturinn 8,5% ef engum samningi verður náð á milli Bretlands og ESB en skaðinn verður mun minni ef Bretland verður hluti af evrópska efnahagssvæðinu. 

Leiðtogar 27 ríkja Evrópusambandsins samþykktu á fundi sínum um miðjan desember að hefja viðræður við Breta um það hvernig viðskiptasambandi ESB og Bretlands verði háttað eftir útgöngu Breta úr sambandinu vorið 2019. 

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert