Leigði þyrlu og leitaði að syninum

Ástralskur lögreglubíll.
Ástralskur lögreglubíll. AFP

Ástralskur unglingur fannst á lífi í bílflaki eftir að faðir hans tók af skarið og ákvað að leita að honum í þyrlu.

Samuel Lethbridge, 17 ára, var fastur í 30 klukkustundir eftir að hann lagði af stað í bíl sínum frá þjóðveginum í Nýju Suður-Wales í Ástralíu á sunnudaginn.

Fjölskylda hans byrjaði að hafa áhyggjur af honum og hafði samband við lögregluna eftir að pilturinn lét ekki sjá sig á heimili vinar síns sama dag.

Faðir hans, Tony Lethbridge, ákvað að fylgja eðlisávísun sinni og leigja þyrlu til að leita að honum, minnugur bílslyss sem varð á svæðinu fimm árum áður.

„Því miður lést sá maður vegna þess að enginn fann hann innan fimm daga og ég ætlaði ekki að láta það koma fyrir [Samuel],“ sagði hann við sjónvarpsstöðina Channel Seven, að því er BBC greindi frá.

Lethbridge grunaði að sonur sinn væri í vanda staddur vegna þess að það var ekki líkt honum að hverfa svona án þess láta vita af sér.

„Þannig að við leigðum þyrlu undir eins og fundum hann innan tíu mínútna,“ sagði hann.

Fjölskyldan fann bílflakið um 20 metra utan vegar í Crangan-flóa, 100 kílómetra norður af borginni Sydney.

Björgunarstarfsmenn voru í rúma klukkustund að ná piltinum út úr flakinu, þar sem hann var fastur undir mælaborðinu.

Hann var fluttur á sjúkrahús, alvarlega meiddur. „Hann er mjög heppinn að vera á lífi,“ sagði Jeff Atkins hjá slökkviliðinu í Nýju Suður-Wales.

Rannsókn lögreglu á slysinu stendur yfir.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert