Óttast að níutíu hafi farist

Ítrekað kemur til þess að gúmmíbátar með flóttafólki farast á ...
Ítrekað kemur til þess að gúmmíbátar með flóttafólki farast á Miðjarðarhafi. Myndin er úr safni. AFP

Óttast er að minnsta kosti 90 manns hafi drukknað í dag í enn einu slysinu á Miðjarðarhafi undan ströndum Líbíu. 

„Að minnsta kosti níutíu flóttamenn eru sagðir hafa drukknað„, er bát hvolfdi undan ströndum Líbíu í morgun,“ segir í tilkynningu frá alþjóðlegri flóttamannanefnd Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningunni kemur ennfremur fram að tíu líkum hafi skolað á land í Líbíu.

Í frétt BBC segir að meirihluti flóttafólksins hafi verið Pakistanar. Það hefur færst í vöxt á síðustu misserum að Pakistanar leiti betra lífs utan heimalandsins.

Í fleiri ár hefur Líbía verið sá staður í Afríku sem flestir nota til að freista þess að komast til Evrópu, aðallega Ítalíu.

Í fyrra var gert umdeilt samkomulag milli Evrópusambandsins og Líbíu um að efla strandgæslu Afríkulandsins til að stöðva flæði báta með flóttamönnum á leið yfir Miðjarðarhafið. 

mbl.is
Ukulele
...
Bosch þvottavél til sölu
Góð Bosch þvottavél er til sölu í 108 Reykjavík. Verð: 20.000 kr. Hafið samb...
Volkswagen Beetle Turbo
Einstaklega fallegur bíll í toppstandi til sölu! Verð 990.000 kr Ekinn 63.000...