Banaslys á Heathrow

Slysið átti sér stað á flugbraut á Heathrow-flugvelli.
Slysið átti sér stað á flugbraut á Heathrow-flugvelli. AFP

Karlmaður lést eftir alvarlegt slys sem tengist tveimur ökutækjum á Heathrow-flugvelli í dag. Annar maður slasaðist á öxl.

Slysið átti sér stað á flugbraut á vellinum og setti það áætlunarflug úr skorðum um hríð.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að lögregla og sjúkraflutningamenn hafi verið kallaðir á vettvang snemma í morgun. Mennirnir sem lentu í slysinu eru báðir sagðir starfsmenn á flugvellinum.

Í fréttinni er haft eftir lögreglu að annar mannanna hafi fengið hjartaáfall og að tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Talsmaður flugvallarins staðfestir að slysið tengist tveimur ökutækjum á flugbraut. Frekari upplýsingar um tildrög slyssins eru ekki fáanlegar að svo stöddu.

mbl.is
Leikjavefurinn Snilld - www.snilld.is
www.snilld.is - Frábært úrval af leikjum á leikjavefnum Snilld. Skelltu þér in...
Volkswagen, Vw Transporter 2017 4x4
Dísel 4x4 sjöþrepa sjálfsk, Webasto hitari, klæddur að innan afturí , Verð 4890,...
Tölvuþjónusta
Alhliða tölvuviðgerð, vírushreinsun, vírusvarnir, gagnabjörgun og verðtilboð. F...
VÖNDUÐ OG VEL BÚIN KENNSLUBIFREIÐ
Vönduð, vel búin kennslubifreið Subaru XV 4WD . Akstursmat og endurtökupróf. Gyl...
 
Vélavörður
Sjávarútvegur
Vélavörður Vísir hf. óska...
Hádegisfundur ses
Fundir - mannfagnaðir
ses.xd.is Samtök eldri sjálfstæði...
Útboð rangárþing
Tilkynningar
ÚTBOÐ Uppbygging og rekstur ljósleiða...
L helgafell 6018021419 iv/v
Félagsstarf
? HELGAFELL 6018011019 VI Mynd af au...