Banaslys á Heathrow

Slysið átti sér stað á flugbraut á Heathrow-flugvelli.
Slysið átti sér stað á flugbraut á Heathrow-flugvelli. AFP

Karlmaður lést eftir alvarlegt slys sem tengist tveimur ökutækjum á Heathrow-flugvelli í dag. Annar maður slasaðist á öxl.

Slysið átti sér stað á flugbraut á vellinum og setti það áætlunarflug úr skorðum um hríð.

Í frétt Sky-sjónvarpsstöðvarinnar segir að lögregla og sjúkraflutningamenn hafi verið kallaðir á vettvang snemma í morgun. Mennirnir sem lentu í slysinu eru báðir sagðir starfsmenn á flugvellinum.

Í fréttinni er haft eftir lögreglu að annar mannanna hafi fengið hjartaáfall og að tilraunir til endurlífgunar báru ekki árangur. Hann var fluttur á sjúkrahús þar sem hann var úrskurðaður látinn.

Talsmaður flugvallarins staðfestir að slysið tengist tveimur ökutækjum á flugbraut. Frekari upplýsingar um tildrög slyssins eru ekki fáanlegar að svo stöddu.

mbl.is
HEIMA ER BEZT
Heima er bezt tímarit Þjóðlegt og fróðlegt Tryggðu þér áskrift www.heimaerbezt.n...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...
Hreinsa rennur
Hreinsa þakrennur, fyrir veturinn og tek að mér ýmis smærri verkefni. Uppl. í sí...
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...