Boeing smíðar nýjar forsetavélar

Forsetaþotan Air Force One.
Forsetaþotan Air Force One. AFP

Bandaríski flugvélaframleiðandinn Boeing tilkynnti í dag að fyrirtækið hefði náð samningum við stjórnvöld í Bandaríkjunum um að smíða nýjar flugvélar fyrir forseta landsins.

„Boeing er stolt af því að smíða næstu kynslóð af Air Force One og útvega bandarískum forsetum fljúgandi forsetaskrifstofu á frábæru verði fyrir skattgreiðendur,“ segir á Twitter-síðu fyrirtækisins og enn fremur að Trump hafi náð góðum samningum.

Trump gagnrýndi í desember verðmiðann á fyrirhuguðum nýjum flugvélum fyrir forsetaembættið og hótaði því að rifta samningum ef betra verð fengist ekki. Núverandi flugvélar eru hátt í 30 ára gamlar og því talið tímabært að skipta þeim út.

mbl.is