Tíu slasaðir eftir að skíðalyfta bilaði

Myndskeið af óhugnanlegu slysi í skíðabrekku í Georgíu hefur vakið athygli í dag, en tíu manns eru sagðir slasaðir eftir að skíðalyfta fór skyndilega að ganga aftur á bak, með þeim afleiðingum að fólk kastaðist úr henni.

Ófrísk kona á meðal hinna slösuðu

Innanríkisráðuneyti Georgíu hefur staðfest að þyrla hafi flutt einhverja af hinum slösuðu á sjúkrahús, og segir heilbrigðisráðherra landsins að fólkið sé af nokkrum mismunandi þjóðernum; þar á meðal eru Svíar og Úkraínumenn.

„Aðeins þarf að fylgjast með tveimur aðilum,“ hefur Telegraph eftir ráðherranum. „Einn hinna slösuðu, úkraínskur ríkisborgari, handleggsbrotnaði og hlaut skaða á höfði,“ segir hann og bætir við að sænska ófríska konu verki í mittið.

Ekki er vitað hvað olli því að skíðalyftan bilaði með …
Ekki er vitað hvað olli því að skíðalyftan bilaði með þessum afleiðingum. Skjáskot úr myndskeiðinu

Talsmaður skíðalyftuframleiðandans, Doppelmayr Garaventa Group, staðfestir í samtali við Telegraph að ekki sé enn vitað hvað hafi valdið slysinu.

Slysið varð í Gudauri-skíðabrekkunni í norðausturhluta Georgíu.
Slysið varð í Gudauri-skíðabrekkunni í norðausturhluta Georgíu. Kort/Google
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert