Listhaug sagði af sér

Sylvi Listhaug, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs.
Sylvi Listhaug, fyrrverandi dómsmálaráðherra Noregs. AFP

Dóms- og innflytjendamálaráðherra Noregs, Sylvi Listhaug, hefur sagt af sér.

„Ég er þakklát fyrir að Siv og allir í flokknum voru tilbúnir að leggja ríkisstjórnarsamstarfið til hliðar og styðja mig sem dómsmálaráðherra. En ég get ekki látið brotthvarf mitt verða til þess að Framfaraflokkurinn missir völdin,“ skrifar Listhaug á Facebook-síðu sína í morgun en hún hélt blaðamannafund snemma í morgun þar sem hún tilkynnti um ákvörðun sína.

Hún segist hætta sem ráðherra af eigin frumkvæði. Erna Solberg forsætisráðherra og Siv Jensen fjármálaráðherra segja tíðindin koma sér á óvart.

Listhaug segir að síðasta vika hafi verið óraunveruleg. „Facebook-færsla, sem hafði ekkert með 22. júlí að gera, og sem ég hef sagst sjá eftir að hafa skrifað, hefur breytt norskum stjórnmálum í barnaheimili. En það er á mína ábyrgð að haga mér eins og fullorðin manneskja,“ skrifar hún á Facebook-síðu sína í morgun.

Sylvi Listhaug ræðir við fjölmiðla í norska þinghúsinu nýverið.
Sylvi Listhaug ræðir við fjölmiðla í norska þinghúsinu nýverið. AFP

Með dagsetningunni 22. júlí á Listhaug við hryðjuverk Breiviks í Noregi. 

Málið snýst um Face­book-pist­il List­haug frá 9. mars sem vakti mikl­ar viðsjár inn­an Verka­manna­flokks­ins en List­haug ritaði þar að Verka­manna­flokk­ur­inn setti rétt­indi hryðju­verka­manna ofar þjóðarör­yggi. Hún hef­ur síðan beðist af­sök­un­ar í ræðu í þing­inu.

Forsætisráðherrann Solberg er sögð hafa hótað því að segja af sér embætti ef vantrauststillaga gegn Listhaug hefði verið samþykkt. Nú mun ekki þurfa að koma til þess þar sem Listhaug hefur sjálfviljug sagt af sér embætti.

Ítarleg frétt NRK um málið.

Facebook-færsta Listhaug í heild:

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert