Taka rafmagnið af til að minnka yfirvinnu

Ríkisstarfsmenn í Suður-Kóreu fá ekki að vinna yfirvinnu eftir kl. ...
Ríkisstarfsmenn í Suður-Kóreu fá ekki að vinna yfirvinnu eftir kl. 19 á föstudögum. AFP

Stjórnvöld í Suður-Kóreu hyggjast taka strauminn af tölvum ríkisstarfsmanna sinna  svo þeir hætti að vinna jafn mikla yfirvinnu og raun ber vitni og fari heim til sín. Markmiðið er að reyna að uppræta „menningu yfirvinnu“ sem er ríkjandi í landinu. BBC greinir frá

Íbúar í Suður-Kóreu vinna einna þjóða lengst mest. Ríkisstarfsmenn vinna að meðaltali 2.739 vinnustundir á ári sem er um 1.000 klukkustundum betur en ríkisstarfsmenn í öðrum þróuðum ríkjum heims. 

Starfsmennirnir fá tíma til að aðlagast því þetta verður gert í skrefum. Fyrst verður straumurinn tekinn af klukkan átta á föstudagskvöldum frá og með 30. mars.  Í  maí verður ekki hægt að vinna í tölvunum eftir klukkan 19 alla föstudaga.   

Þetta mun gilda um alla ríkisstarfsmenn. Hins vegar verður hægt að óska eftir undanþágu í einstaka tilvikum. Þetta leggst ekki vel í alla ríkisstarfsmenn en nú þegar hafa 67,1% þeirra óskað eftir að vera undanþegnir því að rafmagnið verði tekið af starfsstöð þeirra.  

Fyrr í þessum mánuði samþykkti þingið lög þess efnis að vinnustundum á viku yrði fækkað úr 68 klukkustundum niður í 52.  

mbl.is
NOTAÐ&NÝTT
NOTAÐ&NÝTT er ný verslun á Skemmuvegi 6 á bak við Byko. Mikið úrval af fallegum ...
Rafstöðvar-Varaafl
Útvegum allar stærðir af rafstöðvum, frá Deutz/stamford Cummins Volvo Yanmar...
Vatnsafls túrbínur alla gerðir í boði
Getum útvegað allar gerðir af túrbínusettum, fáðu tilboð Er ekki kominn tími t...
Til sölu 16" álfelgur og snjódekk
Felgurnar eru original Mitsubishi 16", gatadeiling 108x5. Dekkin eru Firestone ...