Vizcarra nýr forseti Perú

Martin Vizcarra eftir að hann hafði svarið embættiseiðinn.
Martin Vizcarra eftir að hann hafði svarið embættiseiðinn. AFP

Martin Vizcarra hefur svarið embættiseið sinn sem nýr forseti Perú.

Varaforseti landsins hafði áður gegnt embættinu tímabundið eftir að Pedro Pabli Kuczynski sagði af sér til að komast hjá ákæru.

Vizcarra, sem er 55 ára verkfræðingur og fyrrverandi sendiherra Perú í Kanada, sór embættiseiðinn á þingi landsins.

Skömmu áður hafði þingið samþykkt afsögn Kuczynski vegna ásakana um spillingu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert