33 létust í átökum á Gaza

Slasaður fluttur frá landamærum Gaza og Ísraels í dag. 33 …
Slasaður fluttur frá landamærum Gaza og Ísraels í dag. 33 hafa verið drepnir og margir særðir. AFP/MAHMUD HAMS

Mikil mótmæli eru í dag á landamærum Gaza og Ísraels, þriðja föstudag í röð. Átök urðu þegar þúsundir palestínskra mótmælenda mættu Ísraelska varnarliðinu. 33 Palestínumenn hafa látið lífið og eru hundruð særð.

Mótmælt hefur verið í fleiri vikur, en skipulögð mótmæli hafa verið haldin á hverjum föstudegi í þrjár vikur á fleiri stöðum við landamæragirðingu milli Ísraels og Gaza. Það er búist við því að mótmælin munu hætta 15. maí þegar Palestínumenn minnast þeirra sem yfirgáfu heimili sín þegar Ísraelsríki var stofnað 1948.

Ísrael sakar Hamas samtökin, sem stjórnar Gaza-svæðinu, um að notfæra sér mótmælin til þess að fremja ódæðisverk og hvetja til ofbeldis. Á sama tíma er haft eftir Palestínumenn að mótmælendur hafi verið skotnir án þess að ógna hermönnum Ísraels.

Mannréttindasamtök hafa gagnrýnt framferði Ísraelsmanna eftir að myndbönd sem sýna skotið á mótmælendur. Sannleiksgildi myndbandanna er þó enn óstaðfest.

Mótmælendur kveiktu í dekkjum á landamærum Ísraels og Gaza.
Mótmælendur kveiktu í dekkjum á landamærum Ísraels og Gaza. AFP/MAHMUD HAMS

Antonio Guterres, aðalritari Sameinuðu þjóðanna, og framkvæmdastjórn Evrópusambandsins hafa kallað eftir því að atvik verði rannsökuð.

Talsmenn Hamas-samtakana hafa á síðustu dögum sagt að þeirra ósk sé að draga úr átökum vegna mótmæla, en jafnframt vilja að mótmælin stig magnist fram að 14. maí þegar Bandaríkin færir sendiráð sitt til Jerúsalem.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert