Fíknefni fundust í lánsþvaginu

Dæmigerð þvagprufa.
Dæmigerð þvagprufa.

Kona frá Ohio í Bandaríkjunum ætlaði að svindla á lyfjaprófi og fékk lánað þvag hjá öðrum manni. Hún hefði betur beðið einhvern annan um að gera sér þennan greiða því í ljós kom að lánsþvagið varð til þess að hún féll á prófinu.

Í frétt AP-fréttastofunnar um málið segir að konan, sem er 24 ára, hafi verið dæmd í 18 mánaða fangelsi er upp komst um svindlið. 

Dómarinn sagði við uppkvaðningu dómsins að þvagsvindlið væri furðulegt og sagðist ekki ætla að leyfa það að svindlað yrði á lyfjaeftirlitskerfinu.

Konan var handtekin og dæmd í skilorðsbundið fangelsi fyrir að hafa fíkniefni í fórum sínum í fyrra. Hún þurfti svo að sanna að hún héldi skilorð með því að skila inn þvagprufu reglulega.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert