Dollari í bætur vegna Starbucks-handtöku

Mennirnir voru handteknir á kaffihúsi Starbucks.
Mennirnir voru handteknir á kaffihúsi Starbucks. AFP

Tveir svartir menn sem voru handteknir á Starbucks í Fíladelfíu í síðasta mánuði hafa komist að samkomulagi við kaffihúsakeðjuna og stjórnvöld í borginni.

Stofnaður verður um 20 milljóna króna sjóður sem verður nýttur til aðstoðar ungu athafnafólki.

Rashon Nelson og Donte Robinson voru handteknir á meðan þeir biðu eftir vini sínum á kaffihúsinu og vakti uppákoman athygli víða um heim. Starfsfólk Starbucks var sakað um kynþáttafordóma.

Að sögn skrifstofu borgarstjóra Fíladelfíu ákváðu þeir Nelson og Robinson að höfða ekki mál gegn borginni. Þess í stað vildu þeir fá einn dollara hvor í bætur auk stofnunar styrktarsjóðsins sem mun styðja við bakið á menntaskólanemum.

Starbucks náði líka samkomulagi við Robinson og Nelson í vikunni. Samningurinn kveður meðal annars á um skaðabætur en upphæð þeirra er trúnaðarmál. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert