Átta ár í stofufangelsi án ákæru

Liu Xia og Liu Xiaobo.
Liu Xia og Liu Xiaobo.

Ekkja Nóbelsverðlaunahafans Liu Xiaobo segir að eftir að hafa dvalið í stofufangelsi í átta ár sé hún reiðubúin til þess að deyja í mótmælaskyni við að vera haldið fanginni af kínverskum stjórnvöldum.

Ljóðskáldið Liu Xia, sem er 56 ára gömul, hefur verið undir miklu eftirliti allt frá því eiginmaður hennar fékk friðarverðlaun Nóbels árið 2010. Hún hefur hins vegar aldrei verið ákærð fyrir eitt eða neitt.

Eiginmaður hennar, Liu Xia­o­bo lést í júlí, 61 árs að aldri. Hann var einn fremsti bar­áttumaður fyr­ir mann­rétt­ind­um og lýðræði í Kína. Hann var að afplána ell­efu ára fang­els­is­dóm þegar hann lést en dóm­inn hlaut hann fyr­ir „niðurrifs­starf­semi“. Liu lést af völd­um lifr­ar­krabba­meins. 

Liu spilaði stórt hlut­verk í Tian­an­men-nem­enda­mót­mæl­un­um í júní 1989 sem enduðu með blóðbaði. Tugþúsund­ir mót­mlæenda höfðu safn­ast sam­an á Torgi hins him­neska friðar í Pek­ing og kröfðust ein­föld­ustu mann­rétt­inda. Óvíst er hversu marg­ir létu lífið en talið er að þeir hafi ekki verið færri en nokk­ur þúsund manns. Fólk var þó ekki drepið á torg­inu sjálfu held­ur fyrst og fremst við götu­virki á leiðinni að því.

Liu ásamt öðrum aðgerðar­sinn­um samdi um að hundruð mót­mæl­enda fengju að yf­ir­gefa svæðið ör­ugg­lega og er sagt að Liu og hans teymi hafi bjargað lífi þeirra mót­mæl­enda. Hann var á end­an­um dæmd­ur í vinnu­búðir í norðaust­ur­hluta Kína til þriggja ára vegna þátt­ar síns í mót­mæl­un­um. Á meðan á dvöl hans þar stóð fékk hann leyfi til að gift­ast Liu Xia árið 1996.

Eft­ir að hon­um var sleppt hélt hann bar­átt­unni fyr­ir lýðræði áfram en hann hlaut ell­efu ára fang­els­is­dóm fyr­ir aðkomu sína að gerð stefnu­yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar „Chart­er 08“ þar sem kallað var eft­ir því að bund­inn yrði endi á að einn flokk­ur réði ríkj­um í Kína og þess í stað tæki við stjórn­kerfi þar sem kosið yrði á milli nokk­urra flokka.

Árið 2010 voru Liu veitt friðar­verðlaun Nó­bels fyr­ir „ára­langa friðsæla bar­áttu fyr­ir grund­vall­ar­mann­rétt­ind­um í Kína“ en hon­um var meinað að ferðast til Nor­egs til að veita verðlaun­un­um mót­töku. Varð hann þar með ann­ar í sög­unni til að hljóta verðlaun­in bak við lás og slá, en hinn var þýski friðarsinn­inn Carl von Ossietzky sem hlaut verðlaun­in árið 1935 þegar hann var í haldi nas­ista.

„Það er auðveldara að deyja en lifa. Að skora dauðann á hólm er ekkert mál í mínum huga,“ sagði Liu nýlega við vin sinn í Þýskalandi. Þetta kemur fram á vefsíðunni China Change sem er hýst í Bandaríkjunum.

Liao Yiwu, kínverslur rithöfundur sem er í útlegð í Berlín, segir í bréfi sem hann skrifar á vef mannréttindasamtakanna að honum hafi verið brugðið við að heyra hvernig Liu leið og bað hana um að grípa ekki til örþrifaráða.

Með hennar leyfi birti hann hljóðupptöku af símtali þeirra þar sem hún segist vera reiðubúin til að deyja. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert